Hreppsnefndin hættir öll í Breiðdal

pall baldurs ingolfur finns april14Enginn sitjandi hreppsnefndarmanna í Breiðdalshreppi gefur kost á sér til áframhaldandi setu. Þar verður óhlutbundin kosning í fyrsta sinn í áraraðir.

Framboðsfrestur rann út klukkan tólf á hádegi á laugardag. Ekkert framboð barst fyrir tilsettan tíma og því verður óhlutbundin kosning.

Þar sem sá háttur er hafður á geta menn beðist undan kjöri að lokinni setu í jafn langan tíma og þeir hafa þjónað.

Allir sitjandi hreppsnefndarmenn, þau Jónas Bjarki Björnsson, Gunnlaugur Ingólfsson, Ingólfur Finnsson, Kristín Ársælsdóttir og Unnur Björgvinsdóttir nýttu sér þann rétt.

Áður hafði sveitarstjórinn, Páll Baldursson, tilkynnt að hann myndi skipta um starfsvettvang að loknum kosningum.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.