Tveir sóttu um embætti sóknarprests á Egilsstöðum

egilsstadakirkjaTveir umsækjendur eru um embætti sóknarprests í Egilsstaðaprestakalli og fjórir um embætti prests. Prestarnir koma í stað séra Jóhönnu Sigmarsdóttur, núverandi sóknarprests og séra Láru G. Oddsdóttur, sóknarprests á Valþjófsstað sem láta af störfum í haust.

Séra Sigríður Munda Jónsdóttir, sóknarprestur í Ólafsfjarðarprestakalli og séra Þorgeir Arason, héraðsprestur í Austurlandsprestakalli sóttu um stöðu sóknarprests sem veitist frá 1. ágúst.

Guðfræðingarnir Davíð Þór Jónsson, Elín Salóme Guðmundsdóttir, María Gunnarsdóttir og Ólöf Margrét Snorradóttir sóttu um prestsembættið sem veitt er frá 1. nóvember.

Umsóknarfrestur var til 15. apríl sl. Biskup Íslands skipar í embættið að fenginni umsögn valnefndar. Valnefnd skipa níu manns úr prestakallinu auk prófasts í Austurlandsprófastsdæmi.

Egilsstaðaprestakall var stofnað árið 2011 þegar Vallanes- og Eiðaprestakall runnu saman í eitt og skipaður var einn sóknarprestur í stað tveggja.

Seyðisfjarðarprestakall bættist við í fyrra en prestsetur er á Seyðisfirði. Í haust rennur svo Valþjófsstaðarprestakall einnig inn í Egilsstaðaprestakall.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.