Samið við sjúkraliða í Neskaupstað: Engin röskun á þjónustu

neskSamningar hafa tekist á milli Heilbrigðisstofnunar Austurlands og sjúkraliða stofnunarinnar sem sinna heimahjúkrun í Neskaupstað. Þeir höfðu áður hótað að hætta störfum frá og með 1. maí nema samningar tækjust.

„Báðir aðilar eru sáttir við málalendingu. Starf sjúkraliðanna verður með óbreyttum hætti," segir Nína H. Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá HSA.

Um 30 manns frá heimahjúkrun í Neskaupstað sem fjórir sjúkraliðar annast. Ráðist var í uppstokkun á vöktum til að draga úr launakostnaði. Við það var sjúkraliðunum sagt upp og boðið nýtt vaktafyrirkomulag. Þeir sættu sig ekki við styttri helgarvaktir en því fylgdi kjaraskerðing.

Með samkomulaginu nú er fallið frá því að tvískipta helgarvöktum sjúkraliða. Því kemur ekki til þess að sjúkraliðarnir hætti störfum 1. maí og engin röskun verður því á þjónustu þeirra við íbúa eftir þann dag.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.