Aprílgabb: Sækjast eftir myndum af þríhyrndu hreindýri: Dýrið mögulega með brenglaða hormónastarfsemi

Hreindyr 3horn webNáttúrustofa Austurlands sækist eftir myndum af þríhyrndum hreindýrstarfi sem sást neðan við Gunnlaugsstaði á Völlum í morgun. Sérfræðingur hjá stofunni segir fyrirbrigðið einstakt.

„Við vitum ekki nákvæmlega hvernig þriðja hornið er til komið. Ég man ekki eftir að hafa heyrt um svona vöxt áður," segir Rán Þórarinsdóttir, sérfræðingur í hreindýrarannsóknum hjá Náttúrustofu Austurlands.

„Við höfum velt upp möguleikum eins og tarfurinn með brenglaða hormónastarfsemi, mögulega ófrjór."

Hornavöxtur hreindýra er sá hraðasti sem fyrirfinnst í spendýraríkinu og dæmi er um að þau vaxi um nokkra sentímetra á dag. Þau fella síðar hornin og Rán segir spurning hvort dýrinu vaxi aftur þrjú horn. „Það veltur á því hvort um sé að ræða þrjá aðskilda rótarkransa."

Hún segir að ekki standi til að reyna að fanga dýrið en stofan leiti eftir myndum til heimildaröflunar og til að senda erlendum sérfræðingum. Þeir sem ná myndum af dýrinu er bent á að senda þær á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.