Jón Björn efstur hjá Framsókn í Fjarðabyggð: Guðmundur Þorgríms hættir

framsokn fbyggd topp5Guðmundur Þorgrímsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Fjarðabyggð, gefur ekki kost á sér til endurkjörs í bæjarstjórn fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Hann skipar heiðurssætið á listanum sem Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar, leiðir.

Flokkurinn á tvo bæjarfulltrúa og hefur verið í meirihluta ásamt Sjálfstæðisflokknum á kjörtímabilinu. Tillaga uppstillingarnefndar var samþykkt á félagsfundi á Reyðarfirði í gærkvöldi.

Framboðslistinn er skipaður eftirtöldum:

1. Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar, Norðfirði
2. Eiður Ragnarsson, viðskiptafullrúi, Reyðarfirði
3. Pálína Margeirsdóttir, verslunarmaður, Reyðarfirði
4. Hulda Sigrún Guðmundsdóttir, skólaliði, Fáskrúðsfirði
5. Svanhvít Yngvadóttir, kennari, Eskifirði
6. Guðjón Björn Guðbjartsson, nemi, Norðfirði
7. Tinna Hrönn Smáradóttir, iðjuþjálfi, Fáskrúðsfirði
8. Þuríður Lilly Sigurðardóttir, nemi, Reyðarfirði
9. Einar Björnsson, forstjóri, Eskifirði
10. Jón Kristinn Arngrímsson, matráður, Reyðarfirði
11. Anton Helgason, framkvæmdastjóri, Stöðvarfirði
12. Anna Sigríður Karlsdóttir, þroskaþjálfi, Reyðarfirði
13. Sigfús Vilhjálmsson, útvegsbóndi, Mjóafirði
14. Svanhvít Aradóttir, forstöðuþroskaþjáfi, Norðfirði
15. Svanbjörg Pálsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Eskifirði
16. Krzysztof Zbigniew Sakaluk, ráðsmaður, Norðfirði
17. Þorbergur N. Hauksson, varaslökkvistjóri, Eskifirði
18. Guðmundur Þorgrímsson, verktaki, Fáskrúðsfirði

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.