Stækkun fiskimjölsverksmiðjunnar á Vopnafirði á lokametrunum

ingunn ak sild okt13 webVonast er til að framkvæmdum við stækkun fiskimjölsverksmiðju HB Granda á Vopnafirði ljúki á næstu dögum. Framleiðslugeta verksmiðjunnar vex um tæpan þriðjung af þeim lokun. Verkinu á að mestu að vera lokið á miðvikudag þegar von er á kolmunna.

Verksmiðjan hefur í dag starfsleyfi fyrir 850 tonnum á hráefni á sólarhring en eftir breytingarnar verður framleiðslugetan um 1.150 tonn á sólarhring.

„Með þessari aukningu getur verksmiðjan brugðist betur við þegar mikið magn afla kemur að landi á skömmum tíma, skilað betri nýtingu og verðmætari afurðum," segir í nýútkominni ársskýrslu fyrirtækisins.

Bætt er við loftþurrkara, mjölvindu, mjöltæki, eimingartækjum og pressu. Verksmiðjan, með þeim búnaði sem var fyrir stækkun, á að vera tilbúin til að taka á móti kolmunna á miðvikudag og eftir það eiga ekki að líða margir dagar þar til nýi búnaðurinn verður tekin í notkun.

Skip fyrirtækisins veiddu alls 24.000 tonn af loðnu á nýafstaðinni loðnuvertíð en í fyrra veiddu þau 86.000 tonn. Heildarkvótinn nú var mun minni enda fannst mun minna af loðnu. Vinnsla á aflanum manneldis gekk vel.

Á Vopnafirði voru ekki brædd nema 600 tonn af loðnu. Þar hafa menn áhyggjur af raforkuöflun til bræðslunnar þar sem seljendur orku hafa skert umframorku til stórnotenda vegna bágrar vatnsstöðu.

Á Vopnafirði bætist við takmörkuð flutningsgeta byggðarlínunnar. Í frétt á vef HB Granda segir að orkuskortur hafi ekki komið í bakið á mönnum þar á loðnuvertíðinni en beygur sé í mönnum fyrir kolmunnavertíðina.

Mynd: Örn Björnsson

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.