Harma stefnu Fjarðabyggðar í málum Norrænu: Óttast ekki að missa ferjuna úr fjórðungnum

maggy gaujaBæjarráð Seyðisfjarðarkaupstaðar harmar vinnu Fjarðabyggðar í málefnum ferjunnar Norrænu. Formaður bæjarráðs segist ekki óttast að Smyril-Line flytji starfsemi sína úr fjórðungnum ef ekki takast samningar við Fjarðabyggð.

„Bæjarráð Seyðisfjarðar harmar þá stefnu sem hafnarstjórn og bæjarráð Fjarðabyggður hafa tekið í málinu. [...] Sérstaklega með hliðsjón af margítrekuðum ályktunum aðalfunda SSA um fyrirkomulag og uppbyggingu samgöngumannvirkja á Austurlandi," segir í bókun sem bæjarráð Seyðisfjarðarkaupstaðar samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi.

Bókun er andsvar við ákvörðun hafnarstjórnar og bæjarráðs Fjarðabyggðar að halda áfram viðræðum við forsvarsmenn Smyril-Line, sem gerir út Norrænu, um að ferjan sigli til Eskifjarðar í stað Seyðisfjarðar eins og hún gerir í dag.

Í samtali við Austurfrétt í dag vísaði Margrét Guðjónsdóttir, formaður bæjarráð í samþykktir frá þingum Sambands sveitarfélaga á Austurlandi þar sem talað er að mikilvægt sé að nýta uppbyggingu ferjuhafnarinnar á Seyðisfirði og markaðssetja hana sem helstu ferju- og skemmtiferðaskipahöfn Austurlands.

Í bókuninni er bæjarstjóra falið að óska eftir að stjórn SSA fundi á Seyðisfirði sem fyrst til að fara yfir málið.

Aðspurð sagðist Margrét ekki telja líkur á að Smyril-Line myndi velja sér áfangastað utan Austurlands ef Fjarðabyggð hefði ekki tekið undir óskir fyrirtækisins um viðræður.

„Mér finnst það afar ólíklegt. Ég held að það sé engin hætta á að Norræna sigli til annars staðar en Austurlands."

Bæjarstjórn Seyðisfjarðar hefur síðan í haust óskað eftir viðræðum við forsvarsmenn Smyril-Line um málið. Margrét staðfest að þeir hefðu ekki orðið við óskum um formlegan fund.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.