Biðja íbúa um að fylgjast með og láta vita af hreindýrahópum

hreindyr egs 20032014 webNáttúrustofa Austurlands stendur í þessari viku fyrir vetrartalningu á hreindýrum um allan fjórðunginn. Ráðist er í talninguna nú þar sem dreifing dýranna hefur breyst töluvert á síðustu árum.

Dýrin voru talin reglulega að vetri til á árunum 1991-2005. Erfitt hefur verið að telja dýrin síðustu vetur því þeir hafa verið snjóléttir. Því hefur aðeins verið talið á hluta svæðisins í einu og úr lofti á öðrum árstímum.

Að því er fram kemur á vef Náttúrustofu Austurlands er ráðist í talninguna nú þar sem fjöldi og dreifing dýranna hefur breyst síðustu ár. Talningar á hluta útbreiðslusvæðisins gefa því ekki nógu góðar upplýsingar.

Ofankoma í vetur hefur verið í meira lagi og þótt snjóalög séu létt í byggð er fannfergi mikið á heiðum og til fjalla. Reiknað er með að víðast hvar séu hreindýr komin niður á láglendi.

Markmið vetrartalninga er að fá heildarmynd af fjölda og dreifingu hreindýra á Austurlandi að vetrarlagi. Niðurstöðurnar nýtast við ákvörðun veiðikvóta sem aftur stýrir þéttleika dýra á hverju veiðisvæði.

Þannig er reynt að koma í veg fyrir að dýrum fjölgi eða fækki of mikið. Upplýsingar úr vetrarveiði nýtast einnig við að meta ágang hreindýra á jarðir á Austurlandi. Mat á ágangi er ein aðal forsenda arðsskiptingar.

Áhugasama til að hafa augun opin fyrir hreinhópum og láta vita um staðsetningu hópa og á hvaða dögum eða tímabilum hóparnir sjást. Þeir sem treysta sér til mega einnig senda upplýsingar um samsetningu (kyn og aldur) og stærð hópa.

Eins má senda upplýsingar um staðsetningu hreindýrahópa frá því fyrr í vetur. Allar upplýsingar um hreindýrahópa má senda á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.