Vísbendingar um bilun í flugvél Flugfélagsins á Egilsstöðum í morgun

flug flugfelagislands egsflugvMorgunflugi Flugfélags Íslands frá Egilsstöðum seinkaði um þrjá klukkutíma í morgun vegna bilunar í fyrri vélinni. Ekki eiga að koma til frekari tafir vegna þessa í dag.

„Það var merki um að afísingarbúnaður væri mögulega bilaður," segir Árni Gunnarsson, forstjóri Flugfélags Íslands.

Flugvirki var sendur austur með næstu vél til að greina bilunina betur og gera við. Farþegar fóru hins vegar með henni klukkan 11:55 í stað 8:55.

„Þessi bilun á ekki að hafa áhrif á annað flug," segir Árni.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.