Jens Garðar efstur hjá Sjálfstæðisflokknum í Fjarðabyggð

jens gardar helgason mai12Bæjarfulltrúarnir Jens Garðar Helgason og Valdimar O. Hermannsson skipa efstu tvö sætin á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. Fulltrúaráð flokksins í sveitarfélaginu samþykkti tillögu uppstillingarnefndar á fundi á fimmtudagskvöld.

Í næstu sætum koma þær Kristín Gestsdóttir og Dýrunn Pála Skaftadóttir en þær eru nýjar á listanum. Flokkurinn kom að fjórum bæjarfulltrúum í síðustu kosningum. Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, bæjarfulltrúi, ákvað að hætta en leiddi uppstillinganefndina og Sævar Guðjónsson flytur sig niður í sjötta sæti.

Listinn í heild:
1. Jens Garðar Helgason, bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri Fiskimiða.
2. Valdimar O. Hermannsson, bæjarfulltrúi og rekstrarstjóri HSA.
3. Kristín Gestsdóttir, ráðgjafi innkaupa hjá Alcoa Fjarðaáli.
4. Dýrunn Pála Skaftadóttir, stöðvarstjóri Olís.
5. Ragnar Sigurðsson, svæðisstjóri HSA.
6. Sævar Guðjónsson, bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri Ferðaþjónustunnar á Mjóeyri.
7. Borghildur Stefánsdóttir, varabæjarfulltrúi.
8. Birkir Hauksson, starfsmaður Alcoa Fjarðaáls.
9. Sigurbergur Ingi Jóhannsson, nemi.
10. Þórdís Mjöll Benediktsdóttir, leikskólakennari.
11. Margeir Margeirsson, starfsmaður á vélaverkstæði.
12. Ingi Lár Vilbergsson, vélfræðingur og formaður björgunarsveitarinnar Ársólar.
13. Kristín Ágústsdóttir, landfræðingur hjá Náttúrustofu Austurlands.
14. Óðinn Magnason, veitingamaður.
15. Lísa Lotta Björnsdóttir, þjónustustjóri.
16. Agnar Bóasson, framkvæmdastjóri hjá Bíley.
17. Guðlaug Dana Andrésdóttir, starfsmaður Alcoa Fjarðaáls.
18. Tómas Zoega, rafvirkjameistari.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.