Segjast hafa frétt af matarboði með forsetanum úti í bæ: Þetta bar brátt að

forseti sfk 0017 webFulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar eru óhressir með að hafa frétt það úti í bæ að til stæði að bjóða forseta Íslands í mat í boði bæjarstjórnar í heimsókn hans til bæjarins fyrir skemmstu. Bæjarstjórinn segir heimsóknina hafa verið skipulagða í miklum flýti.

„Okkur þykir eðlilegt að fá að vita hvað bæjarstjórnarmeðlimir eru að gera í okkar nafni," segir Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir, varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar.

Hún segir fulltrúa minnihlutans hafa „frétt það úti í bæ" að til stæði að bæjarstjórnin borðaði hádegismat með forsetahjónunum í tilefni heimsóknar þeirra austur fyrir rúmum mánuði.

Í ljósi hafi komið að ekki hafi allri bæjarstjórninni verið boðið. Hún segir að forsvarsmenn meirihlutans hafi fallist á að ræða málið við minnihlutann daginn fyrir málsverðinn en minnihlutinn síðan ákveðið að fara ekki.

„Okkur var boðið þegar við vorum búin að kvarta en okkur fannst það ekki kurteist að mæta í partý sem okkur var ekki boðið í svo við afþökkuðum."

Vilhjálmur segir að nákvæm dagskrá heimsóknar forsetahjónanna hafi verið staðfest með skömmum fyrirvara. „Þetta þróaðist með þeim hætti að niðurstaða lá seint fyrir. Við vorum með varaplön til staðar ef það skyldi vera ófært."

Hann segir að heimsóknin hafi þó verið á dagskrá bæjarráðs á fundi nokkuð fyrr. Boðið hafi ekki snúist um meiri- eða minnihluta því ekki hafi allir bæjarfulltrúar meirihlutans vitað strax af því.

Lokið hafi verið við að útfæra það daginn fyrir heimsóknina og í kjölfar þess hafi allri bæjarstjórninni verið boðið.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.