Atvinna sem byggir á menningu: Við viljum vera langflottust

skapandi greinar austurbru 0006 webÚt frá landsmeðtaltali má reikna með að á milli 200-300 Austfirðingar hafi vinni við skapandi atvinnugreinar. Aukin áhersla er lögð á atvinnustarfsemina víða um heim.

„Við viljum vera langflottust," sagði Signý Ormarsdóttir, menningarfulltrúi Austurlands, á málþingi um skapandi greinar á Egilsstöðum á þriðjudag.

Víðasta skilgreining á skapandi greinum er að undir skilgreininguna falli þær atvinnugreinar sem byggist á því sem mannshugurinn geti skapað. Gjarnan sé þó talað um atvinnu sem byggist í raun á menningu.

„Þessar greinar skipta miklu máli í efnahagslegu tilliti," segir Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, sviðsstjóri atvinnumála hjá Austurbrú.

Áætlað er að yfir tíu þúsund Íslendingar vinni við skapandi greinar eða um 6% vinnuaflsins. Hlutfall þeirra á Austurlandi hefur ekki verið greint sérstaklega en út frá landstölum má reikna með að 200-300 Austfirðingar starfi innan þeirra.

„Það er lögð mikil áhersla á skapandi greinar í Evrópuáætlunum og norrænum samstarfsverkefnum sem við erum þátttakendur í," sagði Ásta.

Frummælendur sögðu samvinnu hafa orðið Austfirðingum til framdráttar á sviðinu. Eitt stærsta verkefnið sem unnið hefur verið að á Austurlandi er Þorpsverkefnið sem byggist meðal annars á að fá hönnuði og handverksfólk til að nýta staðbundið hráefni.

„Það óx úr því að verða staðbundið í að vera alþjóðlegt verkefni," sagði Lára Vilbergsdóttir, verkefnastjóri skapandi greina hjá Austurbrú.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.