Dæmdur í fangelsi og sviptur ökuréttindum ævilangt fyrir ölvunarakstur

heradsdomur austurlands hamar 0010 webKarlmaður á fertugsaldri var nýverið dæmdur í Héraðsdómi Austurlands í 45 daga fangelsi og sviptur ökuréttindum ævilangt fyrir að keyra undir áhrifum áfengis og kannabis.

Maðurinn tók haustið 2012 bifreið í heimildarleysi inni á bæ á Seyðisfirði. Hann ók henni út að Hánefsstöðum þar sem hann festi hana og olli á henni talsverðum skemmdum.

Maðurinn játaði brott sitt greiðlega, lýsti yfir iðrun og greiddi það fjárhagslega tjón sem hann olli.

Hann fékk þrátt fyrir það óskilorðsbundinn fangelsisdóm og ævilanga sviptingu ökuréttinda þar sem hann hafði tvisvar áður gerst sekur um akstur undir áhrifum áfengis. Hann var að auki dæmdur til að greiða rúmar 130.000 krónur í sakarkostnað.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.