Tólf austfirsk fyrirtæki í hópi framúrskarandi fyrirtækja

framurskarandi fyrirtaekiTólf austfirsk fyrirtæki komust á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki á Íslandi. Viðurkenningin byggir á styrk- og stöðugleikamati Creditinfo.

Austfirsku fyrirtækin eru Austfar ehf., Bílar og Vélar ehf., Fjarðanet hf., G. Skúlason vélaverkstæði ehf., Héraðsprent ehf., Hótel Framtíð ehf., Kári Borgar ehf., Launafl ehf., Loðnuvinnslan hf., Rekstrarfélagið Eskja ehf., Síldarvinnslan hf. og Þ.S. Verktakar ehf.

Rúmlega 33.000 fyrirtæki eru skráð í hlutafélagaskrá og af þeim töldust 462 hafa fengið bestu einkunn í styrk- og stöðugleikamati Creditinfo.

Til að standast styrkleikamat Creditinfo þurfa fyrirtæki að uppfylla eftirfarandi kröfur: Hafa skilað ársreikningum til RSK 2010 til 2012, minna en 0,5% líkur á alvarlegum vanskilum, að sýna jákvæðan rekstrarhagnað (EBIT) þrjú ár í röð, að ársniðurstaða sé jákvæð þrjú ár í röð, að eignir séu 80 milljónir eða meira árin 2010-2012, að eiginfjárhlutfall sé 20% eða meira rekstrarárin 2010-2012, að vera með skráðan framkvæmdastjóra í hlutafélagaskrá og vera virkt fyrirtæki samkvæmt skilgreiningu Creditinfo.

Leiðrétt 26.2.2013: Í upphaflegu útgáfu fréttarinnar vantaði Austfar.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.