Einn fluttur norður með sjúkraflugi eftir harðan árekstur í Fellabæ

logreglanKarlmaður um tvítugt var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar eftir harðan árekstur tveggja jeppabifreiða í Fellabæ í gærkvöldi.

Slysið átti sér stað seint í gærkvöldi við gatnamótin hjá Olís. Annar bílanna kom eftir þjóðvegi eitt og átti forgang en hinn var að beygja inn á þjóðveginn.

Ökumaður síðarnefnda bílsins slasaðist á höfði og var fluttur norður á Akureyri með sjúkraflugi. Þar tókst að gera að sárum hans og er líðan hans eftir atvikum góð, samkvæmt upplýsingum Austurfréttar.

Hann er grunaður um ölvun við akstur og að hafa brotið gegn stöðvunarskyldu. Farþegi sem var með honum í bíl fékk heilahristing. Foreldrar hans komu og sóttu hann.

Ökumaður hins bílsins var einn á ferð og slapp ómeiddur.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.