Uppstillingarnefnd hefur hafið störf hjá Framsóknarflokknum á Seyðisfirði

vilhjalmur jonsson sfk des13Stillt verður upp á lista Framsóknarflokksins á Seyðisfirði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Von er á að listinn verði tilbúinn í byrjun mars.

„Uppstillingarnefnd hittist í fyrsta skiptið í fyrradag og við stefnum svo að því að hafa fund í byrjun mars þar sem væntanlega verða kynntar hugmyndir að lista," segir Eydís Bára Jóhannsdóttir, formaður nefndarinnar.

Eydís Bára á sæti í bæjarstjórninni í dag ásamt bæjarstjóranum Vilhjálmi Jónssyni. Flokkurinn er í meirihluta ásamt Sjálfstæðisflokki.

Þau svöruðu ekki fyrirspurn Austurfréttar um hvort þau hyggðust gefa kost á sér áfram til setu í bæjarstjórn.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.