Stillt upp hjá Sjálfstæðisflokknum á Seyðisfirði

arnbjorg sveins des13Stillt verður upp á lista Sjálfstæðisflokksins á Seyðisfirði fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. Ekki er ljóst hvaða bæjarfulltrúar halda áfram.

Þetta staðfesti Arnbjörg Sveinsdóttir, sem leiddi listann í síðustu kosningum, í svari við fyrirspurn Austurfréttar í morgun.

Hún sagðist ekki vera búin að gera upp við sig hvort hún sjálf héldi áfram. „Það verður uppstillinganefnd hjá okkur. Það er ekki ljóst ennþá hverjir halda áfram og það sama á við um mig."

Auk Arnbjargar sitja Margrét Guðjónsdóttir og Daníel Björnsson fyrir hönd flokksins í bæjarstjórn. Hann myndar meirihluta ásamt Framsóknarflokki og er Arnbjörg forseti bæjarstjórnar.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.