Stofna félag um þjónustu og verslun á Fljótsdalshéraði

egilsstadir 04052013 0001 webÍ fyrramálið verður haldinn fundur stofnfundur félags verslunar- og þjónustuaðila á Fljótsdalshéraði. Tilgangur félagsins er að auka arðsemi í þessum geirum á svæðinu.

Stofnunin á sér nokkurn aðdraganda en undanfarin misseri hafa fulltrúar frá ferðaþjónustu, úr verslun og frá sveitarfélaginu unnið að því að greina þjónustusamfélagið og benda á leiðir til að efla það.

Í þessum samræðum hefur komið fram mikilvægi þess að til sé sameiginlegur vettvangur til að þessir aðilar geti unnið saman og til stendur að stofna hann á fundinum í morgun.

Í drögum að samþykktum fyrir félagið kemur fram að meginmarkmið þess séu m.a. að fjölga viðskiptavinum verslunar-, þjónustu- og ferðaþjónustufyrirtækja, lengja dvöl þeirra gesta sem hverju sinni heimsækja svæðið, lengja ferðamannatímann þannig að hann nái yfir sem stærstan hluta ársins, hvetja til aukinna gæða og fagmennsku í starfsemi félagsaðila, efla Egilsstaði enn freka sem verslunar- og þjónustumiðstöð, efla innbyrðis tengsl og þekkingu fyrirtækja á Héraði.

Fljótsdalshérað hefur ákveðið að leggja til fjármuni til reksturs starfsmanns sem sinni markaðsmálum og öðrum verkefnum sem mikilvæg eru hagsmunaaðilum. Gert er ráð fyrir að þessi starfsmaður verði á vegum félagsins.

Fundurinn hefst klukkan 9:00 á Hótel Héraði

- Þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað – stutt kynning á helstu niðurstöðum aðgerðaáætlunar
- Verkefni sveitarfélagsins, næstu skref - stutt kynning
- visitegilsstadir.is, stutt kynning á markaðs- og upplýsingavef fyrir hagsmunaaðila á Héraði
- Húsavíkurstofa, stutt kynning á Húsavíkurstofu sem er miðstöð hagsmunaaðila í verslun og þjónustu á svæðinu
- Ríki Vatnajökuls, stutt kynning á ferðaþjónustu, matar- og menningarklasa
- Stofnun félags hagsmunaaðila
- Kosning stjórnar og formanns

Í tilkynningu segir að þess sé vænst að allir þeir sem standa fyrir rekstri í ferðaþjónustu, verslun og öðrum þjónustugreinum á Héraði mæti á fundinn og hann geti þannig orðið upphafið að samstilltu og kraftmiklu átaki sem miði að því að efla hag atvinnugreinanna.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.