Afar blautur og hlýr janúarmánuður á Austurlandi

gilsa breiddal web larusÚrkomumet fyrir janúar voru slegin á tveimur austfirskum veðurstöðvum í nýliðnum mánuði. Hann er jafnframt með þeim hlýjustu sem mælst hefur í fjórðungnum.

Þetta kemur fram í yfirliti Veðurstofunnar yfir tíðarfar í janúar 2014. Yfir 600 milli metra úrkoma mældist Hánefsstöðum í Seyðisfirði og 573,9 mm úrkoma á Gilsá í Breiðdal. Til samanburðar má nefna að úrkoman allt síðasta ár á þeirri stöð voru 1424,2 mm.

En þótt úrkoman væri næg var sérlega snjólétt á svæðinu. Enginn dagur var alhvítur á Dalatanga sem mun vera einstakt í janúar.

Alauðir dagar voru þar 28 og hafa aldrei verið jafnmargir í janúar og sjóhulan 5% sem er sú minnsta sem vitað er um síðan slíkar mælingar hófst þar árið 1939.

Mánuðurinn var sá næst hlýjasti í sinni röð sem mælst hefur á Teigarhorni í Berufirði þar sem veðurmælingar hafa verið í 142 ár en meðalhitinn var 3,7°C. Janúar var þar aðeins hlýrri árið 1947.

Mánuðurinn var einnig sá næst hlýjasti á Egilsstöðum, 2,1°C, en þar hefur verið fylgst með veðrinu í sextíu ár. Á Dalatanga var hann sá sjötti í röðinni af 75 með meðalhita upp á 3,4 gráður.

Einstakt þykir að frostlaust var allan mánuðinn á Vattarnesi sem hefur aldrei áður gerst í janúar, svo vitað sé til. Lægsti hiti þar var 0,4 stig. Í Seley fór hitinn aldrei undir frostmark.

Læsti hiti á landinu mældist hins vegar -19 stig á Brúarjökli þann 12. janúar.

Hátt í 600 mm úrkoma mældist á Gilsá í Breiðdal í janúar. Mynd: Lárus Sigurðsson

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.