Lagarfljótið byrjað að renna um nýjan ós – Myndir

lagarfljotsos 05022014 toki 3Lagarfljótið hóf að renna um nýjan ós á Héraðssandi á þriðjudagskvöld en hann var grafinn til að beina fljótinu aftur í eldri farveg. Verkefnisstjóri hjá Landsvirkjun segir útlitið með nýja ósinn gott en treyst sé á hagstætt veður fyrstu dagana á meðan fljótið grefur sig þar út.

„Þetta er eins og við vonuðumst til en við getum ekki enn fullyrt að áin velji þennan ós. Við þurfum þokkalegt veður nokkra daga í viðbót. Ef það kæmi norðaustan stórviðri þá gæti hann lokast," segir Helgi Jóhannesson, sérfræðingur á þróunarsviði Landsvirkjunar.

Ós Lagarfljóts hefur færst rúma þrjá kílómetra til norðurs á þessari öld og óttast var að héldi hann áfram þeirri för gæti jökulvatn úr honum skaðað lífríki veiðiáa í nágrenninu. Því var gripið til þess ráðs að grafa skurð og beina fljótinu aftur á þann stað þar sem það féll til sjávar seinni hluta síðustu aldar.

Byrjað var að grafa snemma í síðustu viku og á þriðjudagskvöld var farvegurinn opnaður til sjávar. „Okkur tókst það reyndar ekki í fyrstu tilraun því það var of mikið brim en við biðum í nokkra klukkutíma og gerðum aðra tilraun sem tókst þegar búið var að fjara meira út," segir Helgi.

Hugmyndin er að fljótið grafi sig síðan sjálft niður í nýja farveginn og stækki hann. Fyrstu dagarnir lofa góðu um það.

„Í gærmorgun var nýi farvegurinn nánast búinn að tvöfaldast og rennslið var orðið enn meira þegar aðstæður voru skoðaðar í morgun þannig þetta lítur vel út."

Myndir: Hjalti Stefánsson

lagarfljotsos 05022014 toki 1lagarfljotsos 05022014 toki 2lagarfljotsos 05022014 toki 4

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.