Veiddi virkt tundurdufl úti fyrir Austfjörðum

Tundurdufl LHG feb14Bergey VE fékk í morgun virkt tundurdufl í vörpuna úti á Skrúðsgrunni. Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar voru kallaðir til og fóru um borð í skipið og gerðu duflið óvirkt.

Að því er fram kemur á vef Landhelgisgæslunnar var um að ræða þýskt dufl frá síðari heimsstyrjöldinni með 35 kg hleðslu.

Þyrla flutti sérfræðingana og búnað þeirra austur og fóru þeir með varðskipinu Þór um borð í Bergeyju. Ekki var talin þörf á að flytja áhöfnina frá borði en duflið var gert óvirkt um borð.

Bergey sigldi síðan í fylgd Þórs að minni Reyðarfjarðar þar sem tundurduflinu var eytt.

Mynd: Landhelgisgæslan

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.