Er nýr Börkur mættur í Norðfjarðarhöfn?

malene s gh 1Síldarvinnslan í Neskaupstað skoðar þessa dagana kaup á norsku skipi sem koma á í stað Barkar NK samkvæmt heimildum Austurfréttar. Skipið er komið til Norðfjarðar en fór í ástandsskoðun á Akureyri í síðustu viku.

Forsvarsmenn Síldarvinnslunnar vilja ekkert láta hafa eftir sér um möguleg kaup en eftir því sem Austurfrétt kemst næst eru þau langt komin þótt Malene verði ekki afhent Síldarvinnslunni fyrr en að lokinni loðnuvertíð.

Samkvæmt skráningu á vefnum MarineTraffic.com kom Malene S til Norðfjarðar í síðustu viku en sigldi á fimmtudag til Akureyrar þar sem það var tekið í slipp. Skipið fór síðan aftur austur á föstudag en lét úr höfn skömmu fyrir hádegið.

Togarinn Malene S er skráður í Björgvin í Noregi og hannaður þar í eigu Skårungen AS. Skipið var smíða í Tyrklandi og afhent eigendum sínum í árslok 2012.

Skipið mun vera í hópi stærstu skipa Noregs en það er 80 metra langt, 17 metra breitt og ristir sjö metra. Burðargeta þess er 2700 tonn en það er alls skráð 3588 brúttótonn.

Það mun hafa kostað 140 milljónir norskra króna í nýsmíði, sem eru tæpir 2,6 milljarðar íslenskra króna.

Nánar má lesa um skipið hér á Skipsrevyen.no.

Malene S í slippnum á Akureyri. Myndir: Gunnlaugur Hafsteinsson

malene s gh 2malene s gh 3malene s gh 4malene s gh 5

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.