Nýr ós grafinn fyrir Lagarfljót: Farvegurinn færður til baka

lagarfljot nyr os hs webFramkvæmdir hófust í fyrradag við að grafa nýjan farveg fyrir Lagarfljót til sjávar á Héraðssandi. Fljótið hefur fært sig norður á bóginn síðustu ár og óttast hefur verið að jökulvatn þaðan kunni að spilla lífríki í nálægum ferskvatnsám.

„Við byrjuðum á mánudag að grafa þennan skurð í gegnum rifið og gerum ráð fyrir að það taki að minnsta kosti viku. Síðan þurfum við góða veðurspá til að opna út til sjávar því það má ekki vera mikið brim þegar það er gert," segir Helgi Jóhannesson, verkefnisstjóri á þróunarsviði Landsvirkjunar.

Grafinn verður 200 metra langur og tíu metra breiður skurður í gegnum fjörukambinn en botn skurðarins nær um einn metra niður fyrir meðalsjávarhæð.

Skurðurinn kemur á þeim stað þar sem ós Lagarfljóts var yfirleitt á árunum 1946-2000. Samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun byrjaði ósinn þá að færast til norðurs og er núna 3,2 km norðar en hann var. Ósinn byrjaði að færast upp úr aldamótum og hefur færst um 1,2 km síðan Kárahnjúkavirkjun var gangsett.

Hugmyndin er að áin haldi síðan áfram að sig niður í nýja farveginum og brimið loki núverandi ós. Gangi það ekki upp verður fjörusandi mokað upp í núverandi ós.

Við þessar framkvæmdir styttist farvegur Lagarfljóts um þrjá kílómetra. Áhyggjur hafa verið af því að með áframhaldandi færslu óssins til norðurs myndi jökulvatn blandast í Fögruhlíðará sem gæti eyðilagt veiði í ánni. Áætlaður kostnaður við framkvæmdirnar er um fimm milljónir króna.

Mynd: Hjalti Stefánsson

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.