Flughált á Jökuldal: Gagnrýna þjónustu Vegagerðarinnar

fjardarheidi 30012013 0006 webBílstjórar sem á ferð voru um Jökuldal á fimmtudagskvöld gagnrýna þjónustu og upplýsingagjöf Vegagerðarinnar. Flughált var á veginum og fóru fimm bílar út af.

„Á þeim kafla sem ég lenti útaf voru fjórir bílar útaf og einn flutningabíll með lifandi hross innanborðs," segir Guðjón Ólafsson, bílstjóri.

Guðjón keyrði áætlunarbifreið Strætó sem var að koma frá Akureyri á leið í Egilsstaði á fimmtudagskvöld. Hann fór út af í hálum Jökuldalnum eins og fleiri vegfarendur. „Þessi glæra byrjaði við Skjöldólfsstaði og náði út í Egilsstaði."

Ofan á hálkuna bættist rigning og mikill vindur. Guðjón segir að haft hafi verið samband við Vegagerðina en hún ekki viljað koma og sanda þar sem vinnudeginum hafi verið lokið. Guðjón gagnrýnir þessi vinnubrögð.

„Mér finnst mjög alvarlegt ef Vegagerðin neitar að koma og sanda eða salta þegar svona neyðarástand skapast og bílar eru að fjúka útaf vegna glæruhálku."

Guðjón vill koma á framfæri þökkum til heimilisfólksins á Hvanná en þar biðu farþegarnir á meðan rútan var dregin aftur upp á veg.

„Bændur á Hvanná voru á fullu að draga upp bíla og eiga miklar þakkir skildar. Fólkið sem var með mér var selflutt að bænum þar sem það dvaldi í góðu yfirlæti hjá húsfreyjunni á meðan."

Austurfrétt hefur heyrt í fleiri atvinnubílstjórum sem eru gagnrýnir á vinnubrögð Vegagerðarinnar á fimmtudagskvöld. Í stöðuuppfærslu á Facebook sagði einn að Vegagerðin hefði helst ekkert gert nema að breyta upplýsingum á vefkorti um færð á vegum úr hálu í flughált.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.