Björgunarsveitin Hérað kölluð þrisvar út í gær til að aðstoða fólksbíla

brimrun5 webBjörgunarsveitin Hérað var þrisvar sinnum kölluð út í gærkvöldi til að bjarga ferðamönnum á Jökuldal og Háreksstaðaleið. Útköllin tóku samanlagt um fimm klukkutíma.

Það var um klukkan 18:00 sem hjálparbeiðni barst frá þremur erlendum ferðamönnum sem voru á leiðinni austur frá Mývatni. Þeir höfðu fylgt vegvísun GPS tækis sem leiddi þá niður á gamla vegaslóðann niður í Jökuldal. Þar var mikil hálka þannig bíll þeirra fór út af í beygju og sat fastur utan vegar.

Tveimur tímum síðar, þegar búið var að losa bílinn og koma niður í Skjöldólfsstaði, barst önnur beiðni um aðstoð en tveir fólksbílar sátu fastir á Háreksstaðaleið, um 7 km norðan við afleggjarann til Vopnafjarðar.

Mikill snjór var á veginum og tók það björgunarsveitarmenn um þrjá tíma að aðstoða ferðafólkið niður í Jökuldal þaðan sem það gat haldið áfram leið sinni í Egilsstaði.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.