Nýr Polar Amaroq mættur til Neskaupstaðar

polar amaroq des13 kh webHið nýja Polar Amaroq kom til Neskaupstaðar á Þorláksmessu. Skipið er í eigu grænlensks dótturfélags Síldarvinnslunnar og leysir af hólmi eldra skip með sama nafni.

Skipið hét áður Gardar og var í eigu norska útgerðarfélagsins K. Halstensen. Það var smíðað árið 2004 og lengt tveimur árum síðar.

Skipið er í eigu Polar Pelagic en Síldarvinnslan á þriðjungshlut í grænlenska útgerðarfélaginu. Fyrr á árinu keypti félagið annað skip sem fékk þetta nafn en það á að verða nýr Beitir NK. Gamli Beitir hefur hins vegar verið seldur úr landi.

Polar Amaroq er vinnsluskip, 3.2000 brúttótonn að stærð, 83,8 m. á lengd og 14,6 m. á breidd. Það getur lestað 2535 tonn, þar af 2000 í kælitanka.

Frystigeta um borð er 140 tonn á sólarhring og er þá miðað við heilfrystan fisk en frystirýmið er fyrir 1000 tonn.

Skipstjórar á nýja skipinu verða Geir Zoega og Halldór Jónasson

Polar Amaroq leggst að bryggju í Neskaupstað. Mynd: Kristín Hávarðsdóttir

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.