Mikil umsvif við stækkun Norðfjarðarhafnar

nordfjardarhofn dypkun khMikil umsvif eru þessa dagana við Norðfjarðarhöfn sem verið er að stækka. Framkvæmdirnar koma meðal annars til með að gera stærri skipum auðveldara að athafna sig. Verkinu á að ljúka á árinu sem er nýhafið.

Héraðsverk sér um jarðvinnuna en vinnu við fyrsta áfanga lauk í desember. Þar var unnið við smábátahöfn og að móta stækkun aðalhafnarinnar. Í vor hefst færsla núverandi hafnargarðs sem á að vera lokið í lok október. Áætlað er að verkhlutinn kosti 168 milljónir króna.

Fyrri áfanga við dýpkun hafnarinnar á að ljúka þann 31. janúar 2014. Dýpi innan hafnarsvæðisins hefur verið dýpkað í 10 metra. Dýpkunarefnið verður síðan sett í nýtt garðstæði og á þeim áfanga að vera lokið 20. júní. Björgun sér um dýpkunina og áætlað að hún kosti 196 milljónir.

Innan skamms fer af stað lenging stálþils togarabryggjunnar um 60 metra. Hagtak bauð lægst í verkið, 48,6 milljónir en verkinu á að vera lokið í apríl.

Um miðjan apríl á einnig að vera tilbúin ný 250 fermetra viðarbryggja fyrir smábáta. Verktakinn er Guðmundur Guðlaugsson frá Dalvík og kostnaðurinn um 30 milljónir króna.

Þrengsli í Norðfjarðarhöfn hafa lengi verið til óþæginda enda mörg skip þar á ferðinni. Dæmi eru um að stærri skip komist eiginlega ekki inn í höfnina nema veður sé stillt og ekki óalgengt að þau þurfi að bíða úti á firði til að komast að.

Unnið að dýpkun Norðfjarðarhafnar. Mynd: Kristín Hávarðsdóttir

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.