Hvetja til betri nýtingar á starfsstöðvum Austurbrúar

djupivogur 280113 0018 webSveitastjórn Djúpavogs hvetur til þess að leitast verði við að manna starfsstöðvar Austurbrúar á Djúpavogi og Seyðisfirði á næstunni. Það muni styrkja starfsemina.

Sveitarstjóri Djúpavogs, Gauti Jóhannesson, sendi stjórn Austurbrúar nýverið bréf þar sem bent er á að starfsstöðvarnar séu ekki fullmannaðar þótt stefnt hafi verið á tvo starfsmenn á hvorri í upphafi.

Bent er á að við ráðningar hjá stofnuninni að undanförnu hafi ekki verið leitast við að manna þessar stöðvar. Bréfin fylgir hvatning um að bæta þar úr því með því móti verði starfsemin styrkt.

Erindið var tekið fyrir á síðasta stjórnarfundi Austurbrúar og þar samþykkt tillaga um að næstu störf sem þar verði auglýst og séu ekki háð annarri staðsetningu verði auglýst á stöðunum tveimur.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.