Níu stæður brotnar í línunni á milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar

raflinur isadar landsnetAð minnsta kosti stæður brotnuðu í rafmagnslínunni á milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar í nótt. Enginn notandi varð þó rafmagnslaus af þeim sökum.

Háspennulína á milli Stuðla í Reyðarfirði og Eskifjarðar leysti út klukkan hálf fjögur í nótt. Við skoðun eftir hádegi í dag kom í ljós að minnsta kosti níu stæður hefðu brotnað í línunni.

Viðgerðarmenn eyddu deginum í að kanna hvort fleiri stæður hefðu skemmst vegna ísingar. Enginn notandi varð rafmagnslaus þótt línan dytti út.

Björgunarsveitin Ísólfur á Seyðisfirði aðstoðaði í dag við flutning sjúklings yfir Fjarðarheiði í Egilsstaði. Snjóbíll sveitarinnar og snjóbíll af skíðasvæðinu í Stafdal voru notaðir til að grófmoka leiðina.

Vegagerðin kom á móti frá Egilsstöðum með snjóblásara og snjóplóg. Sjúklingurinn var fluttur yfir í jeppa björgunarsveitarinnar.

Mynd: Landsnet

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.