Vetrarhlé á viðgerðum í Votahvammi

mygluhus vidgerd 0002 webÍAV hefur gert vetrarhlé á viðgerðum í húsum sem greinst hafa með mygluskemmdir í Votahvammi á Egilsstöðum. Framkvæmdir hafa gengið hægar heldur en vonir stóðu til.

„Við erum búnir með um það bil 10 þök af 50," segir Guðmundur Magni Helgason sem stýrir verkinu á vegum ÍAV. Auk íbúðanna í Votahvammi er gert við nokkur hús á Reyðarfirði.

Vinnu var hætt um síðustu mánaðarmót en hefjast á ný þegar snjó leysir í vor. Áfram hefur verið unnið inni í nokkrum húsum og stendur til að ljúka henni fyrir jól.

Magni segir verkið í haust hafa sóst hægar en ráð hafi verið fyrir gert. Illa gekk að fá iðnaðarmenn af Austurlandi til starfa í haust en Magni vonast til að hægt verði að fjölga þeim í vor.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.