Austfirskur þingmaður meðal stofnenda að hópi jákvæðra á Alþingi

thorunn egilsdottir mai12Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins frá Vopnafirði, er meðal stofnenda að hópi jákvæðra á Alþingi. Markmið hópsins er að bæta vinnustaðamenninguna á þinginu.

„Á þessum vinnustað hefur verið stofnaður hópur jákvæðra, óformlegur hópur sem mun koma saman til að ræða þau gildi sem þátttakendur telja mikilvæg í mannlegum samskiptum," sagði Þórunn í ræðu sinni á fimmtudag þar sem hún kynnti hópinn.

Hún kom upp í kjölfar Óttars Proppé, þingmanns Bjartar framtíðar úr Reykjavík í upphafi þingfundar og fluttu þau nánast sömu ræðuna.

Þau benda á að hver vinnustaður eigi sér sína menningu og hefðir sem geti þótt undarlegar í augum nýliða. Mikilvægt sé að ræða á Alþingi, líkt og öðrum vinnustöðum, hvernig samskipti fari fram og hvaða menning sé þar ríkjandi.

„Jafnvel verða rifjaðar upp kurteisisvenjur sem geta gert lífið skemmtilegra og kannski rætt um leiðir sem geta hjálpað fólki að glata ekki gleðinni í amstri dagsins. Í hópnum tölum við saman og tökum þátt sem einstaklingar og höfum það að leiðarljósi að auka gleði og jákvæðni.

Félagsskapurinn er öllum þingmönnum opinn, hvorki verður skipuð stjórn né nokkrir fjármunir settir í félagsskapinn."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.