Leit að skipverja hófst í birtingu

landsbjorg sjobjorgun webBjörgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Austurlandi héldu áfram leit að skipverjanum sem saknað er af flutningaskipinu Alexiu í birtingu í morgun.

Björgunarsveitirnar voru kallaðar út rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi þegar grunur kviknaði um að skipverjinn hefði fallið útbyrðis úti fyrir minni hafnarinnar á Reyðarfirði. Slæmt veður var á svæðinu í gærkvöldi og var meðal annars björgunarskipinu Hafbjörgu frá Norðfirði snúið við.

Hafbjörg fór aftur af stað í morgun auk þess sem Sveinbjörn fór frá Vopnafirði klukkan fjögur í nótt. Þá er notast við harðbotna björgunarbáta frá sveitum á svæðinu. Tvö skip fóru einnig á leitarsvæðið.

Leitin beinist aðallega að svæðinu í kringum og suður af Seley, sem er fyrir minni Reyðarfjarðar. Fjögur verðar gengnar eins og hægt er en víða er erfitt um vik þar sem klettar eru í sjó fram í utanverðum Reyðarfirði.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.