Fyrirvaralaus hækkun á gjaldskrám Strætó: Kynning misfórst

straeto blargulurVerð á fari á milli Egilsstaða og Akureyrar með Strætó hækkaði um 900 krónur í síðustu viku. Hækkuninni var komið á fyrirvaralaust. Talsmaður fyrirtækisins segir kynningu hafa misfarist og á því verði gerð bót.

„Kynning á þessu misfórst og þykir okkur það miður. Við munum læra af því fyrir framtíðina og bæta okkur í þeim efnum," segir Kolbeinn Óttarsson Proppé, upplýsingafulltrúi Strætó bs. sem sér um akstur á leiðinni.

Breytingin tók gildi 1. desember síðastliðinn. Bætt var við þremur gjaldsvæðum á milli Akureyrar og Egilsstaða og kostar leiðin nú 18 gjaldsvæði. Við það hækkaði gjaldið um einar 900 krónur en samkvæmt gjaldskrá á vef Strætó kostar stök ferð á milli Akureyrar og Egilsstaða 6300 krónur.

Það eru landshlutasamtök sveitarfélaganna sem standa fyrir almenningssamgöngunum en Eyþing skipulagði aksturinn á milli Egilsstaða og Akureyrar.

Kolbeinn segir það hafa verið ákvörðun landshlutasamtakanna að leiðrétta gjaldskrá leiðanna. „Leiðirnar voru ekki rétt metnar í upphafi og gjaldið var óeðlilega ódýrt miðað við ekna kílómetra."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.