-25°: Fimbulkulda spáð um helgina

nordurdalur snaefellVeðurfræðingar hafa undanfarna daga spáð um tuttugu stiga frosti um helgina. Frosthörkurnar færast yfir seinni part fimmtudags og standa fram á sunnudag.

Kalt loft er væntanlegt úr norðri en spáð er norðvestan fram eftir morgundeginum sem snýst í suðaustan á föstudag og síðan norðaustan og austan á laugardag. Nokkur vindur fylgir, um 8-15 m/s.

Útlit er fyrir að mesti kuldinn verði í innsveitum en þar sýna kort Veðurstofunnar allt að 25 stiga frost á föstudag. Við ströndina verður frostið væntanlega 10-20 stig.

Útlit er fyrir miklar hitasveiflur en aðeins er vika síðan hiti á Austurlandi mældist 10-20 stig. Veðurfræðingar spá því að frostlaust verði orðið á sunnudag.

Eigendur sumarhúsa hafa til að mynda verið varaðir við hættunni af því að vatn frjósi í lögnum og að vatnstjón geti orðið eftir helgina. Slíkt er alvarlegt, sérstaklega því skaðinn uppgötvast oft ekki fyrr en dögum eða vikum eftir lekann.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.