Hópferðaleyfishafar: Dómur í máli SSA gegn Sternu sigur fyrir ferðaþjónustuna í landinu

sterna ruta webFélag hópferðaleyfishafa fagnar því að lögbanni Sambands sveitarfélaga Austurlandi á akstur Sternu Travel á milli Egilsstaða og Hafnar hafi verið hnekkt. Í tilkynningu samtakanna er dómnum lýst sem miklum sigri fyrir ferðaþjónustuna í landinu og frjálsa samkeppni.

„Í honum fellst áfellisdómur yfir einokunartilburðum landshlutasamtaka sveitarfélaga, sem hafa unnið að því á umliðnum árum í samvinnu við Strætó bs. að þjóðnýta almenningssamgöngur hringinn í kringum landið og um leið vegið að starfsemi fjölmargra fyrirtækja í ferðaþjónustu.

Eftir stendur að fyrirtæki í atvinnugreininni hafa orðið fyrir hundruð milljóna króna tapi – tapi sem ekki sér fyrir endann á," segir í tilkynningunni.

Þar er talað um að „einsdæmi" sé að sveitarfélög „vinni gegn því" að ferðamenn komi inn á svæði þeirra. Því er haldið fram að almenningssamgöngurnar „hrifsi til sín viðskipti við erlenda ferðamenn" og að skattpeningum sé „að þarflausu varið í niðurgreiðslur á fólksflutningum."

Þá er mótmælt að í innanríkisráðuneytinu liggi drög að frumvarpi til laga um farþegaflutninga, sem eftir því sem Austurfrétt kemst næst, felur í sér varnir fyrir almenningssamgöngur sveitarfélaga.

Hæstiréttur hafnaði í síðustu viku staðfestingu á lögbanni sem SSA fékk á akstur Sternu á milli Egilsstaða og Hafnar í júlí árið 2012. SSA hefur einkaleyfi á almenningssamgöngum á svæðinu og taldi akstur Sternu yfir sumarið, með viðkomu á sex stöðum á leiðinni milli Egilsstaða og Hafnar, stríða gegn því.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.