Seyðfirðingar þakka nágrönnum fyrir stuðningsyfirlýsingar vegna Norrænu

norronaBæjarstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar þakkar nágrannasveitarfélögum sínum veittar stuðningsyfirlýsingar í baráttu sinni fyrir að vera áfram áfangastaður ferjunnar Norrænu. Forsvarsmenn færeyska skipafélagsins sem gerir út ferjuna hafa óskað eftir viðræðum við Fjarðabyggðarhafnir.

Þakkirnar eru settar fram í bókun frá bæjarstjórnarfundi í síðustu viku. Þar segir að ákvörðun forsvarsmanna Smyril-Line hafi komið á óvart og verið teknar án þess að ræða við að tilkynna Hafnarsjóði Seyðisfjarðar um þær eins og kveðið sé á um í samningi.

Bæjaryfirvöld á Seyðisfirði hafa óskað eftir fundi með fulltrúum Smyril-Line en þeim hefur ekki verið svarað.

Bæjarstjórn telur einsýnt að full heilindi og samstaða séu innan fjórðungsins um að ferju- og skemmtiferðaskipahöfn svæðisins hafi verið og verði áfram á Seyðisfirði," segir í bókuninni.

Nefnt er að þetta viðhorf endurspeglist í margítrekuðum samþykktum Sambands sveitarfélaga á Austurlandi um samgöngumál í fjórðungnum.

Forsvarsmenn Smyril-Line hafa nefnt veginn yfir Fjarðarheiði sem helstu orsök þess að þeir vilji skoða aðra kosti en Seyðisfjörð en hann þykir hamla þróun í siglingum yfir veturna. Bæjarstjórnin minnir á að unnið sé að bættri þjónustu á veginum og undirbúningi að göngum undur Fjarðarheiði.

Full samstaða í fjórðungnum um þá framkvæmd. Slík samstaða skipti máli eins og sjá megi með nýhöfnum framkvæmdum við Norðfjarðargöng.

Áður hafði bæjarráð Fljótsdalshéraðs lýst yfir stuðningi við Seyðfirðinga, meðal annars með vísan í samþykktir á sviði SSA. Skorað var á fleiri sveitarfélög á Austurlandi að gefa út afdráttarlausar yfirlýsingar um að þau muni standa saman um að tryggja áframhaldandi siglingar ferju til Íslands, frá Evrópu um Færeyjar til Seyðisfjarðar.

Bæjarráðið tekur einnig kröfur Seyðfirðinga um bættar vegsamgöngur, annars vegar með auknu fjármagni til vetrarþjónustu, hins vegar með gerð jarðgangna í beinu framhaldi af Norðfjarðargöngum.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.