Samfélag fyrir alla

Hver vill ekki betri samgöngur? Hver vill ekki bætt lífsgæði á landsbyggðinni? Hver vill ekki forgangsraða í þágu velferðarmála ? Það er vonlaust fyrir þig sem þetta lest að svara þessu öðruvísi en að segja „það vilja allir þessa hluti“.

Lesa meira

Austurland – aftarlega á merinni?

Á ferðum mínum um Austurland undanfarin misseri hefur fólki verið tíðrætt um það hversu aftarlega á merinni landshlutinn sé þegar ríkisvaldið útdeilir gæðunum og að tengsl milli miðstöðvar ríkisvaldsins í höfuðborginni og Austurlands séu ansi lítil. Um þetta þarf ekki að deila, enda sýna tölulegar staðreyndir með óyggjandi hætti að svona er í pottinn búið.

Lesa meira

Af flugi!

Við Íslendingar búum í stóru og dreifbýlu landi með fáum og því ljóst að góðar samgöngur eru grundvöllur fyrir búsetugæði. Það er því ekki að undra að málefni innanlandsflugs og kostnaðar vegna þess brenni á íbúum landsbyggðanna.

Lesa meira

Það eru almenn mannréttindi

Það er ljóst að það þarf að tryggja það sem ég vil kalla mannréttindi öryrkja. Í umræðunni er gjarna talað um hópa, en við þurfum að hafa í huga að innan hópa eru margir mismunandi einstaklingar með styrkleika og veikleika og þar með ólíkar þarfir. Það er ekkert öðruvísi en í samfélaginu öllu, innan þess eru líka mismunandi einstaklingar með ólíkar þarfir og það sem meira er, að þar leggjum við okkur fram um að tryggja mannréttindi allra einstaklinga, það ætti að hafa í huga þegar verið er að ræða aðstæður öryrkja.

Lesa meira

Að vera valkostur

Öll viljum við hafa val og vera valkostur. Við viljum velja okkur stað til búsetu, velja okkur vini og lífsförunaut og já – þann 28. október velja fólk sem við treystum til að vera fyrir okkar hönd á Alþingi.

Ég býð mig fram sem valkost fyrir þig til að verða alþingismaður fyrir Norðausturkjördæmi. Ég tek því hlutverki að vera valkostur alvarlega og veit að því fylgir mikil ábyrgð.

Lesa meira

Ingibjörgu á þing fyrir Austurland

Við undirrituð viljum hvetja sem allra flesta Austfirðinga sem og kjósendur í öllu Norðausturkjördæmi til að fylkja sér um V lista Vinstri grænna og tryggja þar með Ingibjörgu Þórðardóttur kennara við Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað öruggt sæti á þingi.

Lesa meira

Háskólanám fyrir alla

Nú sit ég við tölvuna að skrifa þessar hugleiðingar, ég tek mér smáhlé frá aðferðafræðinni. Ég er að rembast við að klára verkefni sem ég þarf að skila í lotu næsta mánudag. Kannski er ég bara heppin, kemst upp með að mæta aðeins í eina lotu á þessari skólaönn hjá Háskóla Íslands. Hefði reyndar átt að mæta í tvær, en fékk leyfi frá því þar sem ég er með ungabarn. Vinkona mín þurfti að fara í þrjár lotur. Flugið kostaði mig aðeins 35 þúsund krónur og ég fæ að gista hjá bróðir mínum í Reykjavík , heppin!

Lesa meira

Ísland allt

Miðflokkurinn er nýtt róttækt stjórnmálaafl sem leitar skynsamlegustu lausnanna sama hvort þær lausnir flokkast sem hægri eða vinstri. Stjórnmálaafl sem hefur kjark til að ryðjast í gegnum þær hindranir sem kerfið getur verið þegar mikilla breytinga er þörf.

Lesa meira

Horfum fram á veginn

„Hvers vegna eru Evrópumálin ofarlega hjá Viðreisn?“ er spurning sem ég fæ reglulega að heyra. Fyrsta svar er iðulega okkar ónýta króna. Næsta svar hljómar svona:

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar