Verðum að efla aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu

Nú í haust var viðtal við Landlækni um sjálfsvíg og tengdist það umræðum um tvö sjálfsvíg sem áttu sér stað á geðdeild Landspítalans. Var helst að skilja á honum að það væri lítið við sjálfsvígum að gera, þau hefðu alltaf fylgt okkur og hlutfallslega lítið fjölgað frá því að farið var að skrá sjálfsvíg á Íslandi skömmu eftir 1900. Þessi ummæli stuðuðu mig illilega sem nýverið hafði misst son í sjálfsvígi.

Lesa meira

Norðfjarðargöng: Yfirlit samgönguáætlana áranna 2007 – 2017

Nú þegar hátíðar- og gleðistundin runnin upp með vígsludegi Norðfjarðarganga laugardaginn 11. nóvember er ekki úr vegi að rifja upp nokkur atriði á þessari löngu vegferð, eða öllu heldur þrautagöngu, þar sem rætt hefur verið um ný jarðgöng til Neskaupstaðar í stað Oddsskarðsganga sem eru 630 m.y.s. og opnuð voru 1977, fyrir sléttum 40 árum.

Lesa meira

Þrátt fyrir jólin

Í erfidrykkju á dögunum sagði maður nokkur við mig: „Það eina sem ég veit í þessu lífi er að fyrst ég fæddist, þá hlýt ég að deyja.“ Enginn gerir víst ágreining um þessa vitneskju. Samt er dauðinn ennþá hálfgert bannorð í samfélaginu okkar. Mörgum þykir óþægilegt að ræða nokkuð er varðar þeirra eigið andlát, eða þá þær tilfinningar sem fylgja því að missa ástvin. Dauðinn er óboðinn gestur í lífspartýinu þar sem allir eiga að vera hressir, líta vel út og bara LOL.

Lesa meira

Við þurfum ódýrara innanlandsflug

Innanlandsflug er eitt þeirra mála sem hvílir hvað þyngst á Austfirðingum og íbúum Norðausturkjördæmis alls og undanfarin ár hefur öflug grasrótarhreyfing vakið athygli á málefninu svo eftir hefur verið tekið.

Lesa meira

Í tilefni sjálfsvígsumræðu undangenginna mánaða

Þann 19. apríl síðastliðinn missti ég son minn í sjálfsvígi. Hann hét Bjarni Jóhannes og var 26 ára gamall. Hann var þungarokkari af guðs náð og gríðarlega hæfileikaríkur tónlistarmaður, söngvari og gítarleikari. Hann samdi alla tónlist fyrir hljómsveitina sína Churchhouse Creepers. Hann kunni að skemmta fólki. Hann var frábær snjóbrettamaður og snjóbrettakennari. Hann var lyftingamaður, stór og sterkur strákur. Hann var vinur allra.

Lesa meira

Fiskeldi - laxveiði- umhverfisvernd og hagsæld.

Einn ágætur arkitekt sagði eitt sinn við mig að umræðan um náttúruvernd væri á þann veg að ef fugl gerði sér hreiður þá væri náttúran þar á ferð en ef maður byggði sér hús þá væru það umhverfisspjöll.

Lesa meira

Höldum fast utan um okkar landbúnað

Við stöndum með landbúnaðinum og matvælaframleiðslunni af því að við vitum hversu mikilvægt það er fyrir okkur öll að geta tryggt okkur holl og góð matvæli á öllum tímum. Okkar landbúnaður er líka einstakur á mjög margan hátt. Hér hafa aldrei verið notuð vaxtahvetjandi hormón í framleiðslu og sýklalyfjanotkun í algjöru lágmarki á heimsvísu og umhverfið er hér hreint og ómengað.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar