Framúrskarandi dansnemi frá Egilsstöðum

ester_sif_bjornsdottir.jpg
Ester Sif Björnsdóttir hefur hlotið inngöngu á listdansbraut Danslistarskóla JSB eftir erftt inntökupróf sem fór fram í Reykjavík. Þar dansaði Ester fyrir framan dómnefnd og kepptu þar tæplega 50 dansarar um helmingi færri pláss. Að inntökuprófum loknum var 30 efnilegum dönsurum boðið í viðtal og að lokum var aðeins 25 boðið pláss.

Lesa meira

Flosi í Bakú: Hver vinnur í kvöld?

flosi_baku5.jpg
Flosi Jón Ófeigsson, Eurovision-sérfræðingur Agl.is, spáir Svíum sigri í keppninni í kvöld. Hann hefur notið aðstoðar heimamanna við að ferðast um í vikunni. Aserar koma honum fyrir sjónir sem einstaklega vinaleg þjóð.

Lesa meira

Flosi í Bakú: Euphooooooooooria er að nálgast Austurland

flosi_baku4.jpg

Flosi Jón Ófeigsson, Eurovision-sérfræðingur Agl.is, skemmti sér fram undir morgun með íslenska hópnum eftir fyrra undanúrslitakvöld keppninnar og fékk einkadans við Jónsa. Hann segir Asera sérlega vingjarnlega við gesti sína.

 

Lesa meira

Fágætir fornbílar á Egilsstöðum: Myndir

fornbilar_egs.jpg

Sextán verðmætir fornbílar voru meðal þess sem Norræna kom með að landi á Seyðisfirði í gærmorgun. Bílarnir standa nú á bílastæði Hótel Héraðs þar sem gestir og gangandi geta virt þá fyrri sér. Bílarnir eru flestir í eigu milljónamæringa sem taka þátt í hinu alþjóðlega L’Impérial Rally sem haldið er á Íslandi að þessu sinni.

 

Lesa meira

Íbúar tóku til hendinni á samfélagsdegi: Myndir

samfelagsdagur.jpg
Íbúar á Seyðisfirði, Fljótsdalshéraði og í Fjarðabyggð með aðstoð félagasamtaka og fyrirtækja tóku til hendinni á samfélagsdegi sem haldinn var á laugardaginn. Víða var hreinsað til og byggðarkjarnar snyrtir. Sólin skein á þátttakendur og hitinn nálgaðist 20 stig. Ljósmyndari Agl.is ferðaðist um á Egilsstöðum og leit við á sérstökum Hattardegi á Vilhjálmsvelli.

Lesa meira

Samfélagsdagur á Austurlandi: Hvað getum við gert fyrir samfélagið okkar?

tjorn_egs_0016_web.jpg

Fjarðabyggð, Fljótsdalshérað, Seyðisfjarðarkaupstaður og Alcoa Fjarðaál efna til samfélagsdags á Austurlandi laugardaginn 26. maí næst komandi. Unnið verður að fjölmörgum  sjálfboðaliðaverkefnum í þremur sveitarfélögum og hafa félög og einstaklingar verið hvött til að taka þátt í starfinu. 

 

Lesa meira

Flugnám hjá Keili vinsælt hjá Austfirðingum

keilir_flug2_web.jpg

Þó nokkrir Austfirðingar hafa sótt í flugnám hjá Flugakademíu Keilis. Áhugasömum Austfirðingum bauðst í dag tækifæri á að fara í kynningarflug með Keilisfólki á Egilsstaðavelli.

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.