Vinna við bráðavarnagarða gengur vel

Búið er að setja upp bráðavarnagarða ofan við Múla á Seyðisfirði og að mestu ofan við Botnahlíð. Bráðavarnagarðar við Nautaklauf klárast í vikunni.

Þetta kemur fram á vefsíðu Múlaþings þar sem birt er verkefnaáætlun fyrir næstu daga. Framhúsið og Breiðablik verða hífð í vikunni. Þegar búið er að fjarlægja húsin mun hópur frá Tækniminjasafninu byrja að hreinsa þau svæði sem verða aðgengileg við flutning húsanna.

Einnig kemur fram að hreinsun úti fer fram á tveimur stöðum, hjá Slippnum og Tækniminjasafninu. Vinna er í gangi í görðunum ofan við Slippinn.

Þá segir að munahreinsun gangi vel og fer hún fram í Silfurhöllinni. Auk þess er verið að vinna að hönnun á svæðinu milli Fossgötu og Búðarár.

Mynd: Múlaþing.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.