Tveir í einangrun í Norrænu

Tveir farþegar Norrænu, sem væntanleg er til Seyðisfjarðar í fyrramálið, eru í einangrun um borð eftir að hafa greinst með Covid-19 smit.

Veiran greindist í tvímenningunum við komu þeirra um borð í Hirtshals í Danmörku. Báðir höfðu áður framvísað neikvæði PCR prófi, tekið innan við 72 klukkustundum fyrr.

Ekki er talið að aðrir farþegar séu útsettir fyrir smit. Einstaklingarnir verða áfram í einangrun eftir komuna til landsins og undir sóttvarnayfirvalda, sem meðal annars kanna hvort smitið kunni að vera gamalt. Hvorugur sýnir nein einkenni Covid-smits.

Um borð eru alls 77 farþegar. Samkvæmt reglum fara þeir allir í sýnatöku við komuna og síðan fimm daga sóttkví áður en sýni er tekið úr þeim á ný.

Mynd: SigAð

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.