Þórarinn Ingi vill sölu á öli/áfengi í minni brugghúsum

Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknar vill að smærri áfengisframleiðendur eins og t.d. brugghús á landsbyggðinni hafi heimild til smásölu á öli/áfengi á staðnum. Jafnframt verði þessum brugghúsum gefin afsláttur af áfengisgjöldum.

Þetta kemur fram í frumvarp sem Þórarinn Ingi hefur, ásamt fleiri þingmönnum Framsóknar, lagt fram á alþingi. 

Í tilkynningu segir að markmið frumvarpsins er að auka við stuðning til smærri innlenda áfengisframleiðenda og auka samkeppnishæfni þeirra, en mikil gróska hefur verið í greininni undanfarin ár. Þá sérstaklega á landsbyggðinni. Einnig er frumvarpinu ætlað að stuðla að frekari atvinnutækifærum t.a.m. innan ferðaþjónustunnar.

Fram kemur í greinargerð að sambærileg löggjöf nágrannaríkja Íslands var höfð til hliðsjónar við gerð frumvarpsins og eru báðar aðferðir, þ.e. afsláttur af áfengisgjöldum og leyfi til smærri framleiðenda fyrir sölu á framleiðslustað, viðurkenndar til að auka samkeppnishæfni smærri innlendra áfengisframleiðenda á markaði.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.