Hugsanleg útstöð frá Norður-Evrópu

„Ég vænti þess að hér verði miklu ríkari fundaflóra þegar yfir lýkur, sem setur þennan stað á stall með Hofstöðum í Mývatnssveit og Hrísbrú í Mosfellsdal, en þeir eru gjarnan nefndir höfðingjabýli og það er svona höfðingjalykt af þessu nú þegar,“ sagði Dr. Bjarni F. Einarsson um fornleifauppgröftinn í Stöð við Stöðvarfjörð í þættinum Að austan á N4.


Eins og Austurfrétt hefur greint frá lauk uppgreftri í Stöð í lok júní, en er þetta annað sumarið sem hann hefur staðið.

Bjarni segir fundaflóru sumarsins sérstaka, en töluvert fannst af perlum, silfurgripum og mynt, en hinsvegar enginn slældusnúður eða önnur tóvinnuáhöld. Bjarni segir að þó sé ekki óhugsandi að slíkt eigi eftir að finnast, enda skálinn stór og vel geti verið að aðeins sé búið að rannsaka ákveðin rými hans.

Skálinn sem um ræðir liggur ofan á öðrum og er eldri skálinn talinn vera frá fyrri hluta 9. aldar. Bjarni segir aðalatriðið vera að varpa ljósi á skálann og lífið sem var á svæðinu.

„Við viljum komast að því hvort skálinn sem liggur undir þessum sé annarrar gerðar. Tilgátan er sú, og ég stend við hana ennþá, að þar undir sé útstöðin frá Norður-Evrópu, sem kannski var við lýði í áratugi. Hún leggst síðan af og landnámsfólkið kemur í kjölfarið á þennan stað sem þegar var búið að byggja á, þar sem þegar eru húsakroppar sem auðvelt er að reisa upp aftur og þá hefst hið eiginlega landnám.“

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.