Gerð snjóflóðavarna í Neskaupstað boðin út

Ríkiskaup, fyrir hönd Fjarðabyggðar, hafa auglýst útboð á snjóflóðavörnum undir Nes- og Bakkagiljum í Neskaupstað. Gert er ráð fyrir að varnirnar verði tilbúnar haustið 2029.

Lokahönnun mannvirkjanna var kynnt í byrjun mars í fyrra, nokkrum vikum áður en snjóflóð féllu á svæðinu og á íbúðarhús. Eftir flóðin jókst þrýstingur á að framkvæmdum yrði flýtt. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum á Egilsstöðum í lok ágúst að færa til fjármagn til að flýta verkinu.

Uppistaðan í vörnunum er 730 metra langur þvergarður, um 20 metra hár. Í hann þarf um 600.000 rúmmetra af efni. Síðan bætast við tvær keiluraðir með níu keilum í efri röð og ellefu í neðri. Þær þurfa um 160.000 rúmmetra.

Verkið er boðið út á evrópska efnahagssvæðinu. Frestur til að skila inn tilboðum er til 17. apríl. Verklok eru samkvæmt útboðsskilmálunum 30. október 2029.

Mynd: Landmótun

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.