Umræðan
„Þú ert of veik fyrir mig“
Tara Ösp Tjörvadóttir er ein þeirra þriggja kvenna sem hófu herferðina #égerekkitabú í byrjun október sem nú hefur leitt af sér samtökin Geðsjúk. Alvarlegt þunglyndi tók að gera vart við sig hjá henni skömmu eftir að hún flutti til Egilsstaða fyrir rúmum áratug og á því náði hún ekki tökum fyrr en hún fór að taka lyf fyrir tveimur árum . Í viðtali við Austurgluggann lýsir hún upplifuninni af því að fara á milli heilbrigðisstarfsmanna á Austurlandi, mætingunni í menntaskólann og fordómunum gagnvart eigin líðan og lyfjunum.