19. september 2016
Við eigum að fjárfesta í menntun
Við Íslendingar erum almennt sammála um að menntun sé ein af grunnstoðum samfélagsins. Það er því merkilegt að á sama tíma og núverandi stjórnvöld státa sig af góðum árangri í fjármálum ríkisins sé skólakerfið í miklum fjárhagsvanda. Leikskólarnir eru svo fjársveltir að starfsfólkið talar um að það sé tilneytt til að skerða þjónustu við nemendur. Grunnskólarnir geta ekki sinnt sínum lögbundnu skyldum og kjarasamningar grunnskólakennara eru í uppnámi.