22. júní 2016
Sjúkraflugið – lífæð landsbyggðarinnar
Á undanförnum árum hafa ótal greinar birst í dagblöðum, vefmiðlum og á samfélagsmiðlum þar sem staðhæft er að undirstaðan í sjúkraflutningum á Íslandi í lofti sé sinnt með þyrlum Landhelgisgæslunnar. En staðreyndin er ekki sú. Eftir að hafa lesið enn eina slíka grein fékk undirritaður þá hugmynd að afla gagna um hvernig staðið hefði verið að sjúkraflutningum í sjúkraflugi á síðasta ári.