14. september 2017
Trufluð veröld
Um daginn var ég mjög stoltur, því ég hafði efni á að kaupa mér flatskjá. Ég kveikti á mínu rándýra veggsjónvarpi en fyrir mér er sjónvarp gluggi út í veröldina. Nú ætlaði ég njóta þess að fylgjast með.
En það var alveg sama á hvaða stöð ég stillti, það voru bara óheilindi. Ég sá brenglaðan heim og morð út um allt.