17. júlí 2017
„Litla liðið okkar með stóra hjartað“ er í vanda statt
Huginn knattspyrnulið Seyðfirðinga hefur ekki heimavöll og ekkert æfingasvæði heima fyrir. Huginn vann 2.deildina 2015 og og lék því í Inkasso deildinni 2016. Liðið féll „eftirminnilega“ úr þeirri deild í fyrra og spilar nú í 2.deild. Eftir 11 umferðir ( 17/7) er liðið að berjast í toppnum og hefur einungis tapað einum leik.