Skip to main content

Vilja stofna rannsóknarsjóð

UmræðanThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.06. ágúst 2008

Forsvarsmenn Þekkingarnets Austurlands hefur kynnt hugmyndir um stofnum Rannsóknarsjóðs Austurlands. Tilgangur hans á að vera að efla rannsóknarstarf á Austurlandi og beina stuðningi ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífs í sameiginlegan farveg.

 

„Mikil þörf fyrir slíkan sjóð meðal annars til að fá ungt menntað fólk af og á svæðinu til rannsóknarverkefna. Fjölmörg verðug rannsóknarefni á öllum sviðum á Austurlandi,“ segir í fundargerð framkvæmdaráðs Sambands sveitarfélaga á Austurlandi. Leitað verður liðsinnis sveitarfélaga og SSA við að koma sjóðnum á laggirnar. Ráðið tók vel í hugmyndina og verður SSA með í hugmyndavinnu að hópnum.